Aron og Gísli úr leik á EM einstaklinga á Englandi

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Gísli Sveinbergsson úr GK eru úr leik á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer á Walton Heath vellinum á Englandi.

Aron Snær náði frábærum þriðja hring og var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Aron lék hringina þrjá á -1 samtals (74-73-68) en par vallar er 72 högg.

Gísli lék þrjá hringi á samtals +9 (79-75-71).

Staðan á mótinu:

(Visited 377 times, 1 visits today)