/

Deildu:

Aron Snær Júlíusson slær hér á 18. teig í dag á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Aron setti nýtt glæsilegt vallarmet í dag á Jaðarsvelli á Akureyri þar sem hann lék á 67 höggum eða -4. Aron er með tveggja högga forskot á Birgi Leif Hafþórsson úr GKG og Vikar Jónasson úr Keili.

Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari frá árinu 2015 lék á pari vallar, og það er útlit fyrir hörkuspennandi keppni á Jaðarsvelli allt fram á sunnudag þegar keppni lýkur.

„Þetta var gott í dag, ég sló eitt lélegt dræv á hringnum og bjargaði þar skolla. Annars var þetta gott golf, ég vippaði í fyrir erni á 15. af um 30 metra færi. Ég ætla mér að vera í toppbaráttunni á þessu móti og þessi hringur kemur mér ekkert á óvart því ég var að slá vel fyrir þetta mót. Jaðarsvöllur er geggjaður, frábærlega vel hannaður og ég er ánægður með völlinn,“ sagði Aron Snær Júlíusson úr GKG.

Aron Snær Júlíusson slær hér á 18. teig í dag á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is
Aron Snær Júlíusson slær hér á 18 teig í dag á Jaðarsvelli Myndsethgolfis

„Ég var stöðugur í mínu golfi og sló mörg góð golfhögg. Ég var sáttur við hringinn, ég fékk fugl á 2. og 3., það er gott að fá fugl á 3. við þessar aðstæður sem voru í dag í mótvindi. Það var gott að byrja vel og ég hefði alveg getað gert aðeins meira en ég missti aðeins dampinn. Ég hélt mér inni með góðum vippum. Á 15. gerði ég mistök og þrípúttaði, sem er ekki gott á þessum velli, þar sem maður þarf að nýta sér vel par 5 holurnar,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson úr GJG sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi. Birgir leikur í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana með Haraldi Franklín Magnús og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni en þeir voru báðir í A-landsliði karla sem Birgir Leifur stýrði á Evrópumótinu fyrir tveimur vikum. „Það er skrítið að vera að keppa við þessa stráka í dag en þeir halda mér á tánum og ungum í anda. Þeir eru góðir vinir mínir og mér leiðist ekki þegar ég næ að slá upphafshöggin lengra en þeir,“ bætti Birgir við.

1. Aron Snær Júlíusson, GKG 67 högg -4
2. Vikar Jónasson, GK 69 högg -2
3. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 69 högg -2
4.-5. Andri Páll Ásgeirsson, GK 70 högg -1
4.-5. Aron Bjarki Bergsson, GKG 70 högg -1
6.-12. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA 71 högg
6.-12. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 71 högg
6.-12. Henning Darri Þórðarson, GK 71 högg
6.-12. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 71 högg
6.-12. Þórður Rafn Gissurarson, GR 71 högg
6.-12. Axel Bóasson, GK 71 högg
6.-12. Haraldur Franklín Magnús 71 högg

Birgir Leifur Hafþórsson slær hér á 1. teig á Jaðarsvelli í dag. Mynd/seth@golf.is
Birgir Leifur Hafþórsson slær hér á 1 teig á Jaðarsvelli í dag Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ