Auglýsing

Aron Snær Júlíusson, GKG, og Axel Bóasson, GK, eru á meðal keppenda á stærsta móti tímabilsins á Nordic atvinnumótaröðinni sem hófst í dag á Great Northern vellinum í Danmörku.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Verðlaunaféð á þessu móti er um 10 milljónir ísl. kr. samtals sem er það hæsta á tímabilinu og gefur því keppendum möguleika að bæta stöðu sína á stigalista mótaraðarinnar.

Nordic mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Lokakafli tímabilsins er framundan en mótið en fjögur mót eru eftir á tímabilinu að þessu móti loknu.

Aðeins 72 stigahæstu keppendur á stigalista mótaraðarinnar eru með keppnisrétt á þessu móti. Af 20 stigahæstu leikmönnum tímabilsins eru 18 mættir til leiks.

Á fyrsta keppnisdegi er leikið Pro/Am þar sem að tveir áhugakylfingar leika í ráshóp með tveimur atvinnukylfingum. Niðurskurður verður að loknum öðrum keppnisdegi og aðeins 30 efstu komast inn á lokahringinn sem fer fram á föstudaginn.

Fimm stigahæstu keppendur á stigalista Nordic Tour fá í lok tímabilsins keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour. Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, hafa allir náð að komast í hóp 5 efstu á stigalista mótaraðarinnar og fengið tækifæri á Áskorendamótaröðinni í kjölfarið.

Axel er í 16. sæti stigalistans á Nordic Tour. Hann hefur leikið á 15 mótum á þessu tímabili. Hann hefur sigrað á einu móti á tímabilinu og er með 15.532 stig.

Aron Snær er í 53. sæti á stigalistanum. Hann hefur leikið á 13 mótum á tímabilinu og besti árangur hans er fjórða sætið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ