Aron Snær Júlíusson náði á dögunum frábærum árangri á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga þar sem hann endaði í 5. sæti og var nálægt því að komast á verðlaunapall.
Árangur Arons Snæs er besti árangur sem karlkylfingur frá Íslandi hefur náð á EM einstaklinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, náði 4. sætinu árið 2017 á EM einstaklinga sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á EM áhugakylfinga.
Árangur Arons Snæs lyftir honum upp um 117 sæti á heimslista áhugakylfinga. Hann er í sæti nr. 208 sem er besti árangur sem Aron Snær hefur náð á þessum lista. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er í sæti nr. 640 á þessum lista og fer upp um 6. sæti. Hákon Örn Magnússon, GR, er í sæti nr. 775 og fer niður um 28 sæti, Hlynur Bergsson, GKG, er í sæti nr. 813 og fer hann upp um 30 sæti á milli vikna.
Gísli Sveinbergsson, GK, hefur náð bestum árangri íslenskra kylfinga á þessum lista en hann fór í sæti nr. 99. árið 2014.
Heimslisti áhugakylfinga er hér í heild sinni:


