/

Deildu:

Auglýsing

Lokamót Öldungamótaraðar LEK – Samskipsmótið – fór fram á Golfvelli Vestmannaeyja í gær í miklu blíðskaparveðri. Golfvöllurinn skartaði sínu fegursta og voru margir að leika mjög gott golf. Að mótinu loknu lá fyrir hverjir hafa orðið fyrstu Stigameistarar Öldungamótaraðarinnar og voru það Ásgerður Sverrisdóttir og Jón Haukur Guðlaugsson. Stigameistarar með forgjöf  urðu þau Ágústa Dúa Jónsdóttir og Ragnar Gíslason. Er þeim öllum hér með óskað til hamingju með árangurinn.

Úrslit mótsins urðu sem hér segir:

Bestu skor í höggleik:
Ásgerður Sverrisdóttir 82 högg
Jón Haukur Guðlaugsson 72 högg

Punktakeppnin:

  1. Hans Óskar Ísebarn 38 punktar
  2. Haraldur Örn Pálsson 38 punktar
  3. Guðjón Kolbeinsson 37 punktar
  4. Ragnar Gíslason 36 punktar
  5. Ágústa Dúa Jónsdóttir 36 punktar
  6. Þórhallur Sigurðsson 35 punktar
  7. Jón Haukur Guðlaugsson 35 punktar
  8. Skarphéðinn Skarphéðinsson 35 punktar

Nándarverðlaun fá þau Helga Gunnarsdóttir sem var 3.03 metra frá holu á 12. braut og Sigurjón Árni Ólafsson sem var 1.76 metra frá holu á 2. braut.

Sigurvegurum öllum er óskað til hamingju með árangurinn og starfsfólk Golfklúbbs Vestmannaeyja fær bestu þakkir fyrir góða frammistöðu og góðar móttökur. Það er öruggt að keppendur allir taka með sér frá Eyjum góðar minningar um þennan frábæra dag. Birtar verða upplýsingar hér á heimasíðunni um það hvernig verðlaunum verður komið í réttar hendur.

Öll úrslit mótsins má svo sjá á golf.is

Stigatöflur vegna vals á landsliðum LEK 2015 koma inn á heimasíðuna eftir því sem þær verða tilbúnar en nokkrar breytingar urðu á stigatöflunum eftir þetta mót. Allir LEK kylfingar sem nú hafa unnið til setu í landsliðum fyrir næsta ár fá hér bestu hamingjuóskir.

 

Þrír glaðbeittir keppendur á 16. teig. Þetta eru þeir Þórhallur Sigurðsson, Friðbjörn Hólm og Páll Eyvindsson. Þegar horft er náið á klettinn í bakgrunninum má hæglega sjá mynd af fíl sem er að drekka sjó með rana sínum. Flott ekki satt.
Þrír glaðbeittir keppendur á 16 teig Þetta eru þeir Þórhallur Sigurðsson Friðbjörn Hólm og Páll Eyvindsson Þegar horft er náið á klettinn í bakgrunninum má hæglega sjá mynd af fíl sem er að drekka sjó með rana sínum Flott ekki satt

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ