Auglýsing

Áskorendamótaröð GSÍ hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið haldið á Bakkakotsvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Að venju verður boðið upp á 9 holu keppni og eining 18 holur.

Nánar um Áskorendamótið í Bakkakoti – 9 holur.

Nánar um Áskorendamótið í Bakkakoti – 18 holur.

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessimótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Hérá að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar ogforeldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendurmeð leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

● Ræst er út af öllum teigum á tveimur tímasetningum fyrir og eftir hádegi. Ef fjöldi þátttakenda fer yfir 54 verður ræst út með hefðbundnum hætti.

● Kylfuberar eru leyfðir. Sjá almennar reglur um kylfubera.

● Höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.

● Mótið er ekki stigamót en leiknir hringir gilda til forgjafarútreiknings.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:
14 ára og yngri – 18 holur með högleiks afbrigði, án forgjafar – Rauðir teigar
15-18 ára – 18 holur með högleiks afbrigði, án forgjafar – Rauðir/Gulir teigar

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl.23:59 á fimmtudeginum fyrir mót. Afskráning skal berast tímanlega á netfang þess golfklúbbs sem heldur mótið.

Nánar um Áskorendamótið í Bakkakoti – 9 holur.

Nánar um Áskorendamótið í Bakkakoti – 18 holur.

Þátttökugjald

3.500,- kr.

Rástímar og ráshópar

Ræst er út á öllum teigum samtímis kl. 9:00 á mótsdegi nema að annað sé tekið fram (fjöldi) á Golf.is en við biðjum keppendur og aðstandendur um að fylgjast vel með tilkynningum. Verið mætt tímanlega!

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innfalinn í mótsgjaldi en keppnisvöllurinn verður opinn fyrir æfingahring fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi áður en mótið hefst. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn tilþess að panta rástíma. Athugið að greiða þarf mótsgjaldið áður en leikinn er æfingahringur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ