Golfsamband Íslands

Áskorendamótaröðin 2023 á Kálfatjarnarvelli – úrslit og myndir

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð barna – og unglinga fór fram 21. júlí á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar.

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir yngri kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum

Allir keppendur mótsins fengu viðurkenningarskjal að leik loknum en einnig voru aukaverðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá var leikinn bráðabani. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptist verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Í flokki 12 ára og yngri pilta voru fimm keppendur jafnir og fóru þeir í bráðabana.


Smelltu hér fyrir úrslit mótsins.

Exit mobile version