Áskorendamótaröðin fór fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 28. ágúst. Leikið var á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Alls tóku 45 keppendur þátt frá 7 golfklúbbum. Flestir komu frá Keili eða 14 alls og GM var með 12 keppendur.
Smelltu hér fyrir úrslit mótsins:
Klúbbur | Fjöldi |
GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2 |
GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 12 |
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur | 6 |
GS – Golfklúbbur Suðurnesja | 2 |
GK – Golfklúbburinn Keilir | 14 |
GL – Golfklúbburinn Leynir | 2 |
NK – Nesklúbburinn | 7 |
Áskorendamótaröð GSÍ (9 holur)
“Það er gaman í golfi”
Helstu atriði sem lagt er upp með:
- ● Kylfuberar eru leyfðir, Sjá almennar reglur um kylfubera.
- ● Höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.
- ● Fallreitur skal vera flatarmegin þegar slegið er yfir vítasvæði.
- ● Ef bolti týnist er lausnin eins og um vítasvæði væri að ræða. Eitt högg í víti þar sem boltinn fór inn í runna eða þ.h. og leikið áfram.
- ● Mótið er ekki stigamót
- ● Þeim kylfingum sem kjósa að leika til forgjafar er heimilt að flytja sig upp um flokk.
- ● Þeir kylfingar sem leika í flokki 10 ára og yngri leika ekki til forgjafar.
Keppt var í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:
- ● 10 ára og yngri – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – gull teigar
- ● 12 ára og yngri – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – rauðir teigar
- ● 14 ára og yngri – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – rauðir teigar
- ● 15-18 ára – 9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – rauðir teigar