Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur á aldrinum 15-18 ára fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 16.-18. ágúst.
Í stúlknaflokki 17-18 ára sigraði Auður Bergrún Snorradóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, jafnar 2. sæti voru Una Karen Guðmundsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar, Heiða Rakel Rafnsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
1. Auður Bergrún Snorradóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 219 högg (+6) (71-72-76).
2. Una Karen Guðmundsdóttir, Golfklúbbur Kópavogs – og Garðbæjar 229 högg (+16) (76-79-74).
2. Heiða Rakel Rafnsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 229 högg (+16) (75-77-77).
2. Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 229 högg (+16) (79-71-79).
Smelltu hér fyrir úrslit:
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu á gsimyndir.is
Frá vinstri: Una Karen, Eva, Auður Bergrún og Heiða Rakel.
Alls voru 94 keppendur og komu þeir frá 14 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir voru frá GKG eða 21 alls, GM var með 16, GK 14 og GR 11.
Í piltaflokki komu keppendur frá 13 klúbbum og í stúlknaflokki voru keppendur frá 10 klúbbum. Tíu klúbbar voru með keppendur í bæði stúlkna – og piltaflokki.
Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar.
Klúbbur | Stúlkur | Piltar | Samtals | Hlutfall af heild | ||
1 | GKG | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 10 | 11 | 21 | 22.3% |
2 | GM | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 8 | 8 | 16 | 17.0% |
3 | GK | Golfklúbburinn Keilir | 2 | 12 | 14 | 14.9% |
4 | GR | Golfklúbbur Reykjavíkur | 7 | 4 | 11 | 11.7% |
5 | GA | Golfklúbbur Akureyrar | 3 | 6 | 9 | 9.6% |
6 | GL | Golfklúbburinn Leynir, Akranes | 0 | 5 | 5 | 5.3% |
7 | GV | Golfklúbbur Vestmannaeyja | 1 | 3 | 4 | 4.3% |
8 | NK | Nesklúbburinn | 0 | 4 | 4 | 4.3% |
9 | GOS | Golfklúbbur Selfoss | 1 | 2 | 3 | 3.2% |
10 | GSS | Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 1 | 2 | 2.1% |
11 | GS | Golfklúbbur Suðurnesja | 1 | 1 | 2 | 2.1% |
12 | GHR | Golfklúbbur Hellu | 0 | 1 | 1 | 1.1% |
13 | GHD | Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 0 | 1 | 1 | 1.1% |
14 | GSE | Golfklúbburinn Setberg | 1 | 0 | 1 | 1.1% |