Axel Bóasson endaði í 9.-12. sæti á öðru mótinu af alls fjórum í úrslitakeppni Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar. Axel, sem er úr Keili, lék á -10 samtals á GolfUppsala mótinu sem fram fer í Svíþjóð.
Hann lék fyrstu tvo hringina á 70-68 höggum og lokahringinn á 71 högg. Íslandsmeistarinnr var fimm höggum frá efsta sætinu. Axel hefur nú þegar tryggt sér eitt af fimm efstu sætunum á stigalistanum og er því öruggur með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili.
GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo fyrstu hringina. Haraldur er í harðri baráttu um eitt af fimm efstu sætunu en hann var í sjötta sæti fyrir þetta mót.