Axel Bóasson. Mynd/ Tristan Jones
Auglýsing

Axel Bóasson, GK, er á meðal keppenda á lokamóti tímabilsins á Nordic atvinnumótaröðinni sem fram fer dagana 19.-21. október.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Aðeins 60 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar eru með keppnisrétt á þessu móti sem ber nafnið Sydbank Road to Europe Final og fram fer á Møn í Danmörku.

Stigalisti mótaraðarinnar er hér:

Það er að miklu að keppa á lokamótinu. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour.

Leikmenn í sætum 6.-10. sæti á stigalistanum fá takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.

Axel hefur leikið á 18 mótum á þessu tímabili og sigraði hann á einu þeirra. Hann er í 14. sæti stigalistans.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ