Axel Bóasson úr GK leiðir með einu höggi á Algarve Tour mótinu a Morgado en nokkrir Íslenskir kylfingar fengu keppnisrétt á mótinu. Axel lék á 69 höggum -4 þrátt fyrir erfiða byrjun en hann sló út af vellinum (OB) á fyrstu braut og fékk tvöfaldann skolla, en lék síðan eins og engill að sögn Úlfars Jónssonar.
Bjarki Pétursson úr GB lék á 76 höggum eða +3, Gísli Sveinbergsson úr GK lék á 77 höggum +4 líkt og Fannar Steingrímsson úr GHG. Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar lék á 78 +5. Stefán Þór Bogason úr GR lék á 81 höggi.
Seinni hringurinn er að hefjast og fer Axel ut kl 11:50.