Fjórir íslenskir kylfingar hafa tekið þátt á fyrstu tveimur mótunum af alls fjórum mótum á Nordic Golf League atvinnumótaröðinni sem fram fara á næstu vikum á Spáni.
Kylfingarnir eru Aron Snær Júlíusson (GKG), Axel Bóasson (GK), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG). Framundan eru þrjú mót hjá þeim á þessari mótaröð.
Mótin á Spáni eru hluti af GolfStar Winter Series – sem markar upphaf keppnistímabilsins á þessari atvinnumótaröð sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour).
Axel Bóasson var sá eini sem komst í gegnum niðurskurðinn á öðru mótinu og lék hann hringina þrjá á -2 samtals eða 212 höggum (70-72-70). Axel, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, endaði í 23. sæti, átta höggum frá efsta sæti.

Aron Snær, Ragnar Már og Sigurður Arnar komust ekki í gegnum niðurskurðinn en lokastöðuna má sjá hér fyrir neðan.
Lokastaðan á 2. mótinu er hér.



Þriðja og fjórða mótið fara fram dagana 25. febrúar – 1. mars á PGA Catalunya golfsvæðinu.
Fyrsta mótið fór fram dagana 18.-20. febrúar á Empordá golfsvæðinu en keppt var á tveimur völlum, Links Course sem er par 71 og Forest Course sem er par 72. Íslensku kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu.
Sigurður Arnar Garðarssoon 149 högg (+6) (73-76)
Aron Snær Júlíusson 149 högg (+6) (76-73)
Ragnar Már Garðarsson 151 högg (+8) (79-72)
Axel Bóasson 152 högg (+9) (77-75)
Lokastaðan á 1. mótinu er hér:



