/

Deildu:

Axel Bóasson, GK. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Axel Bóasson úr Keili og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náðu frábærum árangri á atvinnumóti sem fram fór á Kellers Park golfvellinum í Danmörku, Mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Axel gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti og Birgir Leifur í því áttunda. Andri Þór Björnsson úr GR var á meðal keppenda en komst ekki í gegnum niðurskurðinn en aðeins 30 efstu komust áfram eftir tvo fyrstu hringina.

Lokastaðan:

Keppnisfyrirkomulagið var punktakeppni þar sem að stig voru gefin með eftirfarandi hætti:

Albatross = 8 punktar.
Örn = 5 punktar.
Fugl = 2 punktar.
Par = 0 punktar.
Skolli = -1 punktur.
Skrambi = -3 punktar.

Axel lék hringina þrjá á 68-65-69 en par vallar er 73. Hann var því á 19 höggum undir pari vallar og með 40 punkta samanlagt. Ake Nilson frá Svíþjóð sigraði með 42 punkta en hann lék á -18 samanlagt.

Birgir Leifur lék hringina þrjá á 204 höggum eða -15. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn fékk 34 punkta samanlagt.

 

Birgir Leifur Hafþórsson Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ