Auglýsing

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, er þessa stundina að leika til undanúrslita á Big Green Egg Swedish Matchplay Championship sem fram fer á Skövde vellinum í Svíþjóð. 

Nordi

Mótið er hluti af Nordic Golf League sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. 

Axel hefur unnið alla fimm leiki sína fram til þessa. 

Smelltu hér fyrir úrslit og stöðu á mótinu í Svíþjóð. 

Í lok tímabilsins fá fimm efstu á stigalistanum keppnisrétt á Challenge Tour – Áskorendamótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Með sigri á þessu móti kæmist Axel í fimmta sæti á stigalistanum.

Smelltu hér fyrir stigalistann. 

Axel hefur leikið á alls 12 mótum á tímabilinu. Hann hefur þrívegis endað í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti.  

Þeir kylfingar sem ná að sigra á þremur mótum á tímabilinu fá keppnisrétt á Challenge Tour. 

Árið 2017 varð Axel stigameistari á Nordic Golf League og var valinn kylfingur ársins á mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið inn á Challenge Tour þar sem hann lék tímabilið 2017-2018. 

Haraldur Franklín Magnús, GR, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hafa báðir komist inn á Challenge Tour – Áskorendamótaröðina, með góðum árangri á Nordic Golf League. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ