Auglýsing

Keppni um stigameistaratitilinn í karla – og kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni er hörð., Securitasmótið sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli er jafnframt lokamótið á keppnistímabilinu 2016. . Að miklu er að keppa þar sem að heildarverðlaunaféð er um tvær milljónir og sigurvegarinn fær 250.000 kr. í verðlaunafé ef hann er atvinnukylfingur. Stigameistarinn fær þar að auki 500.000 kr. í sinn hlut ef hann er atvinnukylfingur.

Axel Bóasson úr Keili er í kjörstöðu fyrir lokahringinn að verja stigameistaratitilinn frá því í fyrra. Axel verður stigameistari ef hann stendur uppi sem sigurvegari á Securitasmótinu. Hann verður einnig stigameistari ef Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG eða Þórður Rafn Gissurarson úr GR ná að landa sigri á Securitasmótinu. Gísli Sveinbergsson úr Keili getur einnig fagnað stigameistartitlinum en til þess þarf hann að leika vel á morgun á lokahringnum og stóla á að aðrir kylfingar færist neðar á töfluna.

Hér fyrir neðan er mynd af stöðunni á stigalistanum miðað við stöðuna eins og hún er eftir 2. keppnisdaginn:

karlar

Í kvennaflokknum eru þær Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir í kjörstöðu að ná stigameistartitlinum. GR-ingarnir eru í harðri baráttu um stigameistaratitilinn. Ef Ragnhildur Kristinsdóttir verður áfram í fjórða sæti eftir lokahringinn þá þarf Berglind að komast í annað sætið til þess að ná stigameistaratitlinum.  Karen Guðnadóttir úr GS á einnig möguleika á stigameistaratitlinum. Ef Karen sigrar og Ragnhildur K. endar í þriðja sæti eða neðar og Berglind B. endar í fjórða sæti eða neðar þá verður Karen stigameistari á Eimskipsmótaröðinni.

Nína Björk Geirsdóttir (GM), Saga Traustadóttir (GR), og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) eiga ekki möguleika á að ná stigameistaratitlinum þrátt fyrir að vera í þremur efstu sætunum á Securitasmótinu.

konur

Screen Shot 2016-08-20 at 8.36.08 PM

Screen Shot 2016-08-20 at 8.36.33 PM

Screen Shot 2016-08-20 at 8.36.48 PM
 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ