Axel Bóasson, GK.
Auglýsing

Axel Bóasson, Íslandmeistari í golfi 2017, sigraði á The 12 Twelve, atvinnumótinu sem lauk í dag í Danmörku. Keilismaðurinn lék á 15 höggum undir pari og fugl á lokaholunni tryggði sigurinn. Púttið sem tryggði Axel sigurinn var af um 15 metra færi og var „fáránlegt“ í lýsingum þeirra sem sáu púttið.

Axel lék frábært golf í fjögurra manna úrslitum þar sem leiknar voru 6 holur og fékk hann þrjá fugla, þar af tvo á síðustu þremur holunum. Sannarlega vel gert en þetta er annar sigur Axels sem atvinnukylfingur.

Þrír íslenskir atvinnukylfingar tóku þátt en mótið er það fyrsta í úrslitakeppni Nordic Tour mótaraðarinnar – sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Haraldur Franklín Magnús (GR) komust í gegnum niðurskurðinn eftir fyrsta keppnisdaginn en þeir náðu ekki að blanda sér í baráttuna um efstu sætin.

Axel og Haraldur Franklín eru í hörkubaráttu um að vera í fimm efstu sætum stigalistans sem tryggja keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili.

Guðmundur Ágúst er á -4 samtals en hann lék á 46 og 44 höggum. Hann er sem stendur í 10. sæti.
Axel er í 20. sæti en hann lék á -3 samtals.
Haraldur Franklín lék á -2 samtals og er hann í 25.-32. sæti en alls komust 32 kylfingar áfram í gegnum fyrsta niðurskurðinn.

Staðan í mótinu: 

Keppnisfyrirkomulagið á mótinu sem fram fer í Danmörku er óhefðbundið. Alls eru 78 keppendur og leikið er á Storådalen vellinum í Holstebro. Keppnisvöllurinn hefur verið settur upp sem 12 holu völlur á þessu móti. Mótið telur samt sem áður til stiga á heimslistanum þrátt fyrir að vera með þessu fyrirkomulagi.

Alls verða leiknar 54 holur á mótinu.

Í dag verða leiknir tveir 12 holu hringir eða 24 holur samtals, og komast 30 efstu í gegnum niðurskurðinn og eru þeir allir öruggir með að fá verðlaunafé.

Á föstudag verða leiknar 12 holur og komast þá 12 efstu áfram. Eftir fjórða hringinn sem er einnig 12 holur komast fjórir efstu áfram í gegnum niðurskurðinn. Lokahringurinn verður síðan 6 holur, þar sem fjórir kylfingar keppa um sigurinn.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ