Golfsamband Íslands

Axel hefur farið upp um 1.436 sæti á heimslistanum á árinu

Axel Bóasson. Mynd/seth@golf.is

Axel Bóasson úr Keili er í 430. sæti á heimslistanum í golfi en hann var í sæti nr. 1866 í lok ársins 2016. Axel hefur því farið upp um 1.436 sæti á heimslistanum á þessu ári. Axel er efstur af íslensku kylfingunum á heimslistanum í karlaflokki.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í sæti nr. 442 en hann var í sæti nr. 992 í lok ársins 2016. Birgir Leifur hefur því farið upp um 550 sæti á þessu ári.

Haraldur Franklín Magnús úr GR er í sæti nr. 805 en hann er á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur og var því ekki á þessum lista í fyrra.

Alls eru átta íslenskir karlkylfingar á heimslista atvinnukylfinga í golfi.

Exit mobile version