Site icon Golfsamband Íslands

Axel hefur leik á fimmtudaginn á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili hefur leik fimmtudaginn 19. júlí kl. 07:10 að íslenskum tíma á Áskorendamótaröðinni.

Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu og er keppt að þessu sinni í Frakklandi.

Axel hefur leik á 10. teig en mótið er það 12. á tímabilinu hjá Íslandsmeistaranum. Besti árangur hans á tímabilinu er 45. sæti.

Skor keppenda er uppfært hér: 

Mótið heitir Le Vaudreuil Golf Challenge og er keppnisvöllurinn í vesturhluta Frakklands, ekki langt frá París eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan.

 

 

Exit mobile version