Site icon Golfsamband Íslands

Axel Bóasson leikur á ný á Spáni á Nordic League

Axel Bóasson úr Keili keppir á öðru móti sínu á þessu tímabili á Nordic League atvinnumótaröðinni í þessari viku. Keppni hefst miðvikudaginn 2. mars á Lumine golfvallasvæðinu sem er ekki langt frá Barcelona á Spáni.

Axel, sem er að leika á sínu fyrsta tímabili á þessari atvinnumótaröð, náði sér ekki á strik á fyrsta mótinu sem fram fór á þessu sama svæði í síðustu viku. Þar endaði hann á +10 samtals (77-76) og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Keilismaðurinn úr Hafnarfirði hefur leik kl. 9.00 að íslenskum tíma og leikur hann á Hills vellinum á fyrsta hringnum og Lakes vellinum á öðrum keppnisdeginum. Axel verður með tveimur sænskum kylfingum í ráshóp á fyrsta hringnum og hefja þeir leik á 1. teig.

Nánari upplýsingar um vellina er hægt að nálgast hér: 

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Nordic League mótaröðinni með því að smella hér.

 

Exit mobile version