Axel Bóasson lék á -5 á þremur keppnishringjum á Northside Charity atvinnumótinu sem fram fór í Danmörku.
Mótið er hluti af Nordic atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Keilismaðurinn lék á 69, 70 og 72. Hann fékk alls 12 fugla og 7 skolla. Axel endaði í 30. sæti en skorið á mótinu var mjög lágt en sigurvegarinn lék á 18 höggum undir pari vallar.
Axel hafði titil að verja í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni, en hann gat ekki varið titilinn á Hólmsvelli í Leiru vegna mótsins í Danmörku.