/

Deildu:

Axel Bóasson.
Auglýsing

Axel Bóasson endaði i öðru sæti á Lannalodge Open á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem lauk í dag í Svíþjóð. Axel lék hringina þrjá á -7 samtals, (65-67-71) eða 203 höggum. Keilismaðurinn var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum.

Andri Þór Björnsson úr GR varð í 46. sæti á +4 samtals (65-75-74) 214 högg. Ólafur Björn Loftsson úr GKG var í næsta sæti þar fyrir neðan Andra Þór. Hann lék á (71-70-74).

Haraldur Franklín Magnús úr GR fékk ekki keppnisrétt á þessu móti þar sem hann náði ekki að leika á Pro/Am mótinu daginn fyrir mótið. Haraldur er í toppbaráttunni á stigalista mótaraðarinnar.

Lokastaðan:

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ