Alls tóku fimm íslenskir kyflingar þátt á úrtökumóti fyrir Made in Denmark mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Þrír kylfingar á þessu mót fengur farseðil á Made in Denmark mótið sem fer fram í Danmörku 24. -27. ágúst n.k. Mótið var einnig hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaröða í Evrópu.
Axel Bóasson úr GK var tveimur höggum frá efsta sætinu en Íslandsmeistarinn 2017 lék á -6 samtals (73-65) og endaði í fjórða sæti. Andri Þór Björnsson úr GR varð fimmti á -5 samtals og er þetta besti árangur Andra á mótaröðinni.
Haraldur Franklín Magnús GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG) voru einnig meðal keppenda í mótinu. Haraldur Franklín varð 18. á -2, Guðmundur Kristján endaði í 54. sæti á +2 og Ólafur Björn endaði í 90. sæti á +7 samtals.
Fimm efstu á stigalista Nordic Tour fá keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour, á næsta tímabili. Eins og staðan er núna þá eru Axel og Haraldur Franklín á meðal fimm efstu. Axel er í 2. sæti og Haraldur Franklín í 4. sæti.