Golfsamband Íslands

Axel og Andri kepptu á Nordic atvinnumótaröðinni í Svíþjóð

Axel Bóasson, GK.

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, keppti á sínu fyrsta móti á árinu á Nordic atvinnumótaröðinni en keppt var í Svíþjóð dagana 4.-6. maí.

Axel lék hringina þrjá á 4 höggum yfir pari sem skilaði honum í 38. sæti. Hann lék hringina þrjá á 77-70-73 eða 220 höggum.

Lindbytvätten – mótið fór fram á Ekerum vellinum í Svíþjóð.

GR-ingurinn Andri Þór Björnsson keppti einnig á þessu móti – en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Axel og Andri verða báðir á meðal keppenda á næsta móti sem fram fer dagana 12.-14. maí. Made in Himmerland heitir það mót og fer það fram á Rømø vellinum í Danmörku.

Lokastaðan:

Andri Þór Björnsson GR Mynd sethgolfis
Exit mobile version