Frá vinstri: Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, Axel Bóasson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ. Mynd/Frosti
Auglýsing

Axel Bóasson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018.

Úrslitin réðust á Securitasmótinu ı GR-bikarnum í gær á Grafarholtsvelli. Þetta er í þriðja sinn sem Axel fagnar þessum titli en í fyrsta sinn sem Guðrún Brá er stigameistari í kvennaflokki.

Axel og Guðrún eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi 2018 og fengu þau 500.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Eimskipsmótaröðinni.

Árangur Guðrúnar á tímabilinu var stórkostlegur. Hún sigraði á fimm af alls sex mótum sem hún tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 83%. Helga Kristín Einarsdóttir, GK varð í öðru sæti á stigalistanum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK varð í þriðja sæti. Lokastöðuna má sjá neðst í þessari frétt.

Árangur Guðrúnar Brár á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:

02.09.2017: Bose-mótið: 1. sæti.
16.09.2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn -Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: 1. sæti.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitasmótið – GR-bikarinn: 2. sæti.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni var einnig stórkostlegur. Hann sigraði á þremur af þeim fjórum mótum sem hann tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 75%. Kristján Þór Einarsson, GM varð í öðru sæti á stigalistanum og Rúnar Arnórsson, GK varð í þriðja sæti. Lokastöðuna má sjá neðst í þessari frétt.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018:

02.09.2017: Bose-mótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
16.09. 2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti.
18.05.2018: Egils-Gull-mótið: 1. sæti.
08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
29.06.2018: Origo-bikarinn -Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis.
26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti.
23.08.2018: Securitasmótið – GR-bikarinn: 2.sæti

Í ár var stigameistaratitillinn veittur í 30. sinn frá upphafi. Stigamótaröð GSÍ hófst árið 1989 og voru Sigurjón Arnarsson (GR) og Karen Sævarsdóttir (GS) fyrstu stigameistararnir. Björgvin Sigurbergsson (GK), faðir Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, hefur oftast orðið stigameistari í karlaflokki eða fjórum sinnum alls. Í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR oftast fagnað stigameistaratitlinum eða níu sinnum alls.

Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2017 2018 Axel Bóasson GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK MyndFrosti

Stigameistarar frá upphafi:

Karlaflokkur:

1989 Sigurjón Arnarsson (1)
1990 Úlfar Jónsson (1)
1991 Ragnar Ólafsson (1)
1992 Úlfar Jónsson (2)
1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1)
1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1)
1995 Björgvin Sigurbergsson (1)
1996 Birgir L. Hafþórsson (1)
1997 Björgvin Sigurbergsson (2)
1998 Björgvin Sigurbergsson (3)
1999 Örn Ævar Hjartarson (1)
2000 Björgvin Sigurbergsson (4)
2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1)
2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2)
2003 Heiðar Davíð Bragason (1)
2004 Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2005 Heiðar Davíð Bragason (2)
2006 Ólafur Már Sigurðsson (1)
2007 Haraldur H. Heimisson (1)
2008 Hlynur Geir Hjartarson (1)
2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1)
2010 Hlynur Geir Hjartason (2)
2011 Stefán Már Stefánsson (1)
2012 Hlynur Geir Hjartason (3)
2013 Rúnar Arnórsson (1)
2014 Kristján Þór Einarsson (1)
2015 Axel Bóasson (1)
2016 Axel Bóasson (2)
2017 Vikar Jónasson (1)
2018 Axel Bóasson (1)

Kvennaflokkur:

1989 Karen Sævarsdóttir (1)
1990 Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
1991 Ragnhildur Sigurðardóttir (2)
1992 Karen Sævarsdóttir (2)
1993 Ólöf M. Jónsdóttir (1)
1994 Ólöf M. Jónsdóttir (2)
1995 Ólöf M. Jónsdóttir (3)
1996 Ólöf M. Jónsdóttir (4)
1997 Ólöf M. Jónsdóttir (5)
1998 Ólöf M. Jónsdóttir (6)
1999 Ragnhildur Sigurðardóttir (3)
2000 Herborg Arnarsdóttir (1)
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (4)
2002 Herborg Arnarsdóttir (2)
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (5)
2004 Ragnhildur Sigurðardóttir (6)
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7)
2006 Ragnhildur Sigurðardóttir (8)
2007 Nína Björk Geirsdóttir (1)
2008 Ragnhildur Sigurðardóttir (9)
2009 Signý Arnórsdóttir (1)
2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1)
2011 Signý Arnórsdóttir (2)
2012 Signý Arnórsdóttir (3)
2013 Signý Arnórsdóttir (4)
2014 Karen Guðnadóttir (1)
2015 Tinna Jóhannsdóttir (1)
2016 Ragnhildur Kristinsdóttir (1)
2017 Berglind Björnsdóttir (1)
2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir (1)



Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ