Auglýsing

Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús komust ekki í gegnum niðurskurðinn á Áskorendamótaröðinni í golfi á Englandi. Mótið heitir Bridgestone Challenge og er leikið á Luton Hoo Hotel vellinum.

Mótið á Englandi er 16. mótið hjá Íslandsmeistaranum 2018  úr Keili. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á einu móti. Axel í 253 sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Haraldur Franklín er að leika á sínu fyrsta móti á Áskorendamótaröðinni á tímabilinu.

Axel var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en hann lék á -2 samtals (68-72).

Haraldur Franklín lék á pari vallar og var hann þremur höggum frá því að komast áfram (73-69).

Skor keppenda er uppfært hér. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ