/

Deildu:

Auglýsing

Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2017. Þeir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Axel Bóasson (GK).

Ólafía Þórunn náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð heims. GR-ingurinn endaði í 74. sæti á stigalistanum með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili.

Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga.

Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti Indy Women in Tech Championship í júlí. Ólafía náði 10 besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í sæti nr. 179 og fór upp um 420 sæti á árinu og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan árið 2020.

Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á heimavelli á Hvaleyrarvelli. Axel sigraði á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð.

Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour).

Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1400 sæti á heimslistanum og er í sæti nr. 449.

Þetta er í 20. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ. Þetta er í sjötta sinn sem Ólafía Þórunn fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Axel er efstur í þessu kjöri.

Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum.

1973 Björgvin Þorsteinsson GA
1974 Sigurður Thorarensen GK
1975 Ragnar Ólafsson GR
1976 Þorbjörn Kjærbo GS
1977 Björgvin Þorsteinsson GA
1978 Gylfi Kristinsson GS
1980 Hannes Eyvindsson GR
1981 Ragnar Ólafsson GR
1982 Sigurður Pétursson GR
1983 Gylfi Kristinsson GS
1984 Sigurður Pétursson GR
1985 Sigurður Pétursson GR
1986 Úlfar Jónsson GK
1987 Úlfar Jónsson GK
1988 Úlfar Jónsson GK
1989 Úlfar Jónsson GK
1990 Úlfar Jónsson GK
1991 Karen Sævarsdóttir GS
1992 Úlfar Jónsson GK
1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV
1994 Sigurpáll Geir Sveinsson GA
1995 Björgvin Sigurbergsson GK
1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL
1997 Birgir Leifur Hafþórsson GL
1998 Björgvin Sigurbergsson GK Ragnhildur Sigurðardóttir GR
1999 Örn Ævar Hjartarson GS Ólöf María Jónsdóttir GK
2000 Björgvin Sigurbergsson GK Ragnhildur Sigurðardóttir GR
2001 Örn Ævar Hjartarson GS Herborg Arnardóttir GR
2002 Sigurpáll Geir Sveinsson GA Ólöf María Jónsdóttir GK
2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Ragnhildur Sigurðardóttir GR
2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Ólöf María Jónsdóttir GK
2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. Ólöf María Jónsdóttir GK
2006 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Nína Björk Geirsdóttir GKj.
2007 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Nína Björk Geirsdóttir GKj.
2008 Hlynur Geir Hjartarson GOS Ólöf María Jónsdóttir GK
2009 Ólafur Björn Loftsson NK Valdís Þóra Jónsdóttir GL
2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Tinna Jóhannsdóttir GK
2011 Ólafur Björn Loftsson NK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
2012 Haraldur Franklín Magnús GR ÓIafía Þórunn Kristinsdóttir GR
2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Sunna Víðisdóttir GR
2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
2015 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
2016 Birgir Leifur Hafþórsson GKG Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR
2017 Axel Bóasson GK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ