Site icon Golfsamband Íslands

Axel og Þórður Rafn komust ekki áfram á úrtökumótinu í Þýskalandi

Axel Bóasson.

Íslensku kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Axel Bóasson komust ekki áfram á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fór á Fleesensee vellinum í Þýskalandi.

Axel, sem er Íslandsmeistari í holukeppni og leikur fyrir GK, lék fyrstu þrjá hringina á 73 höggum en hann lék á 70 höggum í dag eða -2. Hann var því samtals á +1 og endaði í 43.-47. sæti. Hann var fjórum höggum frá því að komast í hóp þeirra sem komust áfram á annað stig úrtökumótsins af þessum velli.

Þórður, sem er Íslandsmeistari í golfi og leikur fyrir GR, lék hringina þrjá á samtals +6 (76-73-73) og endaði hann í 63.-66. sæti.

Alls voru 110 keppendur á þessum velli en 22 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins en alls eru stigin þrjú á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.

Ólafur Björn Loftsson, GKG, er skráður til leiks á C Golf d’Hardelot völlinn í Frakklandi en það mót hefst 29. september.

Birgir Leifur Hafþórson, GKG, fer beint inn á annað stig úrtökumótsins en hann er enn við keppni á mótum á Áskorendamótaröðinni.

1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fer fram á 8 mismunandi keppnisvöllum. Um 900 kylfingar taka þátt á þessum keppnisstöðum og komast um 25% þeirra áfram á 2. stig úrtökumótsins.

2. stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum samtímis 6.–9. nóvember á Spáni.

3. stigið jafnframt lokaúrtökumótið fer síðan fram 14.–19. nóvember á Spáni.

Lokastaðan:

 

Exit mobile version