Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Garðavelli í dag.
Auglýsing

B59 Hotel mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 21.-23. maí þar sem að flestir af bestu kylfingum landsins tóku þátt. Þetta er annað árið í röð sem Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili B59 Hotel mótsins sem er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur einnig til stiga á heimslista.

B59 Hotel mótið á Akranesi er annað í röðinni á þessu tímabili en ÍSAM mótið fór fram um síðustu helgi hjá GM í Mosfellsbæ.

Nánari upplýsingar um mótið, rástímar, staða og úrslit hér:

Bein útsending verður frá mótinu á ÍA TV á laugardag og sunnudag:

Frábært skor í kvennaflokki á B59 Hotel mótinu á Akranesi þar sem að Guðrún Brá sigraði 

Guðrún Brá Björgvinsdótti, GK, sigraði í kvennaflokki á B59 Hotel mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og telur til stiga á heimslista. Guðrún Brá, sem er Íslandsmeistari síðustu þriggja ára, er með keppnisrétt á sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan lék hringina þrjá á -10 höggum undir pari sem er frábær árangur. Aðstæður á Garðavelli voru frábærara alla þrjá keppnisdagana eins og sjá má á skori keppenda. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var í miklum ham á lokahringinum þar sem hún sett nýtt vallarmet af bláum teigum. Ragnhildur lék á 63 höggum eða 9 höggum undir pari vallar – sem er einstakur árangur í sögu keppnisgolfs á Íslandi. Hún var samtals á -6 og fjórum höggum á eftir Guðrúnu Brá. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, lék vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á aðeins höggi yfir pari samtals. 

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 206 högg -10 (70-67-69)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 210 -6 (73-74-63) 
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 217 högg +1 (71-73-73)
4. -5. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 226 högg +10 (76-77-73)
4.-5. Berglind Björnsdóttir, GR 226 högg +10 (72-77-77)

Staða, upplýsingar um mótið eru hér:

Myndir frá mótinu eru hér:

Aron Snær sigraði í karlaflokki á B59 Hotel mótinu á Akranesi á glæsilegu skori 

Aron Snær Júlíusson úr GKG sigraði í karlaflokki á B59 Hotel mótinu á stigamótaröð GSÍ sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbburinn Leynir var framkvæmdaraðili mótsins en mótið telur á stigamótaröð GSÍ og heimslista. Aron Snær lék frábært golf alla þrjá keppnisdaga og endaði á 7 höggum undir pari vallar á 54 holum. Hann gerði atlögu að vallarmetinu á öðrum keppnisdeginum þegar hann lék á 6 höggum undir pari vallar. Liðsfélagi Arons úr GKG, Ragnar Már Garðarsson, endaði í öðru sæti á -4 samtals. Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji á -3 en sex efstu kylfingar mótsins léku allir á samtals undir pari vallar. 

1. Aron Snær Júlíusson, GKG 209 högg -7 (72-66-71)
2. Ragnar Már Garðarsson, GKG 212 -4 (71-70-71)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM 213 högg -3 (70-72-71)
4.-5 Böðvar Bragi Pálsson, GR 214 högg -2 (74-69-71)
4.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 214 högg  -2 (72-70-72) 

Staða, upplýsingar um mótið eru hér:

Myndir frá mótinu eru hér:

2. keppnisdagur

Frábær hringur hjá Aroni Snæ – er með þriggja högga forskot á B59 Hotel mótinu 

Aron Snær Júlíusson, GKG, lék frábært golf á öðrum keppnisdegi af alls þremur á B59 Hotel mótinu sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Mótið er hluti af GSÍ stigamótaröðinni en Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili mótsins. 

Aron Snær lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari vallar. Hann gerði atlögu að fimm ára gömlu vallarmeti með þessum frábæra hring. Aðstæður á Garðavelli voru með besta móti í dag, nánast enginn vindur og vallaraðstæður frábærar.

Aron Snær fékk skolla á fyrstu holu vallarsins en það sem eftir lifði hringsins fékk Aron Snær sjö fugla og tapaði ekki höggi. Hann er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudag. Aron er á 138 höggum á -6 samtals en jafnir í 2.-3. sæti eru Ragnar Már Garðarsson, GKG, og Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, á 141 höggi samtals. 

Kristján Þór Einarsson, GM, á vallarmetið af hvítum teigum á Garðavelli en það er 65 högg og það er frá árinu 2016. 

Rástímar, staða, upplýsingar um mótið eru hér:

Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 

1. Aron Snær Júlíusson, GKG 138 högg -6 (72-66)
2.-3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 141 högg -3 (71-70)
2.-3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 141 högg -3 (69-72)
4.-5. Viktor Ingi Einarsson, GR 142 högg -2 (72-70)
4.-5. Kristófer Karl Karlsson, GM 142 högg -2 (70-72)
6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 143 högg -1 (74-69) 
7. Hákon Örn Magnússon, GR 144 högg (par) (73-71)
8.- 10. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 147 högg +3 (76-71) 
8.- 10. Hlynur Bergsson, GKG 147 högg +3 (74-73)
8.-10. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 147 högg +3 (71-76)

Myndir frá mótinu eru hér:

Guðrún Brá hjó nærri eigin vallarmeti með frábærum hring á B59 Hotel mótinu  

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, kann vel við sig á Garðavelli á Akranesi en hún lék frábært í golf í dag á öðrum keppnisdegi af alls þremur á B59 Hotel mótinu. Guðrún Brá er Íslandsmeistari síðustu þriggja ára og atvinnukylfingur á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. 

Hún lék á 67 höggum í dag eða 5 höggum undir pari vallar. Guðrún Brá var nálægt því að bæta eigið vallarmet sem hefur staðið af sér allar atlögur í tæplega áratug en hún lék Garðavöll á 66 höggum árið 2012 af bláum teigum. Aðstæður á Garðavelli voru eins og best verður á kosið – frábært veður, logn og sól fyrri part dagsins en smá úrkoma síðdegis, en það eru fyrstu droparnir sem koma úr lofti í margar vikur á Akranesi. 

Guðrún Brá er á 7 höggum undir pari vallar eða 137 höggum en Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, kemur þar næst á pari vallar eða sjög höggum á eftir Guðrúnu Brá. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er þriðja á +3 samtals og það er ljóst að keppinautar Guðrúnar þurfa að leika sitt allra besta golf á lokakeppnisdeginum á B59 Hotel mótinu á Garðavelli. 

Rástímar, staða, upplýsingar um mótið eru hér:

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 137 högg -7 (70-67)
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 144 högg (par) (71-73)
3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 147 högg +3 (73-74)
4. Berglind Björnsdóttir, GR 149 högg +5 (72-77)
5.-6. María Eir Guðjónsdóttir, GM 153 högg +9 (77-76) 
5.-6. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR153 högg  +9 (76-77) 
7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 154 högg +10 (75-79)
8.-9. María Björk Pálsdóttir, GKG 156 högg +12 (80-76)
8.-9. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 156 högg +12 (75-81)
10.-12. Sara Kristinsdóttir, GM 160 högg +16 (84-76)
10.-12. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 160 högg +16 (81-79)
10.-12. Helga Signý Pálsdóttir, GR 160 högg +16 (79-81)
13. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 164 högg +20 (82-82)
14. Árný Eik Dagsdóttir, GKG, 167 högg +23 (85-82)

Myndir frá mótinu eru hér:

1. keppnisdagur

Guðrún Brá efst og spennandi keppni framundan  

Fyrsta keppnisdegi af alls þremur er lokið í kvennaflokki á B59 Hotel mótinu sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og gefur stiga á heimslista. Aðstæður voru nokkuð krefjandi í dag en vindurinn var á bilinu 7-10 metrar á sekúndu – og gerði margar holur erfiðar fyrir keppendur. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari síðustu þriggja ára og atvinnukylfingur á LET Evrópumótaröðinni er með eitt högg í forskot eftir fyrsta daginn. Guðrún Brá lék á tveimur höggum undir pari vallar eða 70 höggum. Hún fékk alls fjóra fugla og en tapaði tveimur höggum á hringnum. 

Guðrún Brá sigraði á fyrsta stigamóti tímabilsins, ÍSAM mótinu, eftir bráðabana gegn Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, og má búast við því að baráttan verði mikil um sigurinn. 

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GR, lék á 71 höggi í dag eða höggi undir pari. Hún er í öðru sæti og þar á eftir kemur Berglind Björnsdóttir úr GR á pari vallar. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er ekki langt á eftir en hún lék fyrsta hringinn á 73 höggum. 

Rástímar, staða, upplýsingar um mótið eru hér:

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki: 

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,GK 70 högg (-2)
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 71 högg (-1)
3. Berglind Björnsdóttir, GR 72 högg (par)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 73 högg (+1)
5.-6. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 75 högg (+3)
5.-6. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 75 högg (+3
7. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 76 högg (+4)
8. María Eir Guðjónsdóttir, GM 77 högg (+5)
9. Helga Signý Pálsdóttir, GR 79 högg (+7)
10. María Björk Pálsdóttir, GKG 80 högg (+8)

Myndir frá mótinu eru hér:

Dagbjartur efstur í karlaflokki og margir eru í baráttunni

Dagbjartur Sigurbrandsson GR á Garðavelli í dag

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn í karlaflokki á B59 Hotel mótinu sem fram fer á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Dagbjartur lék á 3 höggum undir pari eða 69 höggum. Hann lék fyrri 9 holurnar á einu höggi yfir pari en á síðari 9 holunum fékk hann tvo fugla (-1) og einn örn (2-).
?

Kristófer Karl Karlsson, GM, er í öðru sæti á 70 höggum eða 2 höggum undir pari og í þriðja sæti eru þeir Ragnar Már Garðarsson, GKG og hinn þaulreyndi Hlynur Geir Hjartarson, GOS, á 71 höggi eða höggi undir pari.

Aðstæður voru frekar krefjandi á Garðavelli þrátt fyrir að veðrið hafi verið með ágætum. Töluverður vindur var til staðar og reyndi það enn frekar á keppendur. Keppnisdagarnir eru alls þrír og eins og sjá má á stöðu efstu keppenda verður keppnin spennandi. Aðeins fjögur högg skilja á mill efsta manns og þeirra sem eru í 9.-12. sæti. 

Staða efstu kylfinga í karlaflokki: 

Rástímar, staða, upplýsingar um mótið eru hér:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 69 högg (-3)
2. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-2)
3.-4. Ragnar Már Garðarsson, GKG 71 högg (-1)
3.-4. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 71 högg (-1)
5.-8. Rúnar Arnórsson, GK 72 högg (par)
5.-8. Viktor Ingi Einarsson, GR 72 högg (par)
5.-8. Aron Snær Júlíusson, GKG 72 högg (par)
5.-8. Sverrir Haraldsson, GM 72 högg (par)
9.- 12. Tumi Hrafn Kúld, GA 73 högg (+1) 
9.-12. Hákon Örn Magnússon, GR 73 högg (+1) 
9.-12. Lárus Garðar Long, GV 73 högg (+1)
9.-12. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 73 högg (+1) 

Myndir frá mótinu eru hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ