/

Deildu:

Auglýsing

Góð ráð til kylfinga um leikhraða.

  1. Leiktu ávallt á þeim hraða líkt og þú hafir aðeins þrjá tíma til þess að klára hringinn áður en það verður dimmt – óháð því á hvaða tíma dags þú ert úti á velli.
    <



  2. Taktu hlífina af þeirri kylfu sem þú notar oftast, t.d. drævernum, og settu hana í golfpokann. Það fer ótrúlega mikill tími í að taka hlífina af og setja hana aftur á kylfuna.



  1. Leiktu á teigum sem eru framar en þú ert vanur/vön að leika á, það er mjög skemmtileg tilbreyting og gerir leikinn enn skemmtilegri.



  1. Líttu oft á klukkuna og fylgstu vel með tímanum. Það skiptir máli að vita hvort þú hafir dregist aftur úr og þá þarftu að bæta það upp á næstu holum.



  1. Sá sem er tilbúinn slær næsta högg. Það tekur of langan tíma að bíða eftir þeim sem er lengst frá holu. Sá sem er tilbúinn lætur bara vita af því og slær boltann á meðan hinir undirbúa sig fyrir höggið.



  1. Ef einhver er hægur í ráshópnum, ekki fara á hans hraða, haltu þínu striki og reyndu að fá þann hæga til þess að aðlaga sig að meiri hraða.



  1. Merktu bara boltann þegar hann er nálægt holunni. Ef aðpúttið fer nálægt holunni reyndu þá að klára í stað þess að merkja boltann ef þú getur.



  1. Sá sem kemur fyrstur að teig á par 3 holu ætti að gefa öðrum upplýsingar um lengd að flaggi ef hann er með slíkan útbúnað. Það er óþarfi að allir séu að mæla sömu vegalengdina.



  1. Vertu búinn að undirbúa höggið eins mikið og hægt er á meðan þú gengur að boltanum. Það er hægt að sjá hvaðan vindurinn blæs, stefnu og hvernig högg er best að slá á þeim tíma. Það styttir undirbúninginn þegar að boltanum er komið.



  1. Reyndu að forðast það að stika vegalengdir, það er ótrúlegt hversu nákvæmur heilinn er í því að meta vegalengdir. Æfingin skapar meistarann á þessu sviði.



  1. Á meðan þú ert að bíða eftir því að aðrir slái, taktu þá eins margar æfingasveiflur og þú vilt. Þegar röðin kemur að þér þarftu bara eina æfingasveiflu áður en þú slærð höggið.



  1. Þegar þú kemur að flötinni skaltu setja golfútbúnaðinn á þann stað þar sem þú gengur út af flötinni á næsta teig. Það sparar mikinn tíma að þurfa ekki að ganga til baka og ná í golfútbúnaðinn á „röngum“ stað við flötina.



  1. Sláðu höggið þitt áður en þú ferð að aðstoða aðra í ráshópnum við að leita týndum bolta. Það gerist ótrúlega oft að boltinn finnst á meðan þú ert að slá höggið.



  1. Ef tveir leikmenn eru í sömu glompunni á svipuðum stað ætti sá sem slær fyrstur að ganga beint að sínum bolta og hefja undirbúning fyrir púttið. Sá sem slær á eftir úr glompunni rakar þá glompuna fyrir báða aðila. Sá sem sló fyrstur er þá klár í að pútta.



  1. Í vissum tilvikum er allt í lagi að hafa flaggið í holunni þegar maður púttar. Þetta á við þegar maður er að leika sér í golfi. Það er hægt að spara mikinn tíma með þessu en að sjálfsögðu er þetta ekki leyfilegt í golfmótum og þegar leikið er til forgjafar.



  1. Geymdu golfsögurnar sem þú heldur að allir vilji heyra þangað til komið er inn í golfskálann eftir hringinn. Það þorir enginn að slá eða undirbúa höggið á meðan þú ert í miðri sögu. Geymdu það besta þar til hringurinn er búinn.




  2. Í flestum tilvikum hefur þú leikið völlinn áður og það ætti fátt að koma þér á óvart t.d. í kylfuvali á teig. Það sparar tíma að vera klár með þá kylfu sem hentar t.d. í næsta teighögg.



    Kylfingar á ferð: Mynd/Frosti Eiðsson
    Kylfingar á ferð MyndFrosti Eiðsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ