/

Deildu:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, hefur leik á morgun laugardag á lokaúrtökumótinu fyrir næst sterkustu atvinnumótaröð veraldar – Evrópumótaröðina. Birgir Leifur er á meðal 156 kylfinga sem eftir standa í baráttunni um 25 laus sæti á næsta keppnistímabili á Evrópumótaröðinni.

Lokaúrtökumótið fer fram á PGA Catalunya Resort í Girona á Spáni. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur leik kl. 8.05 að íslenskum tíma. Alls verða leiknir sex 18 holu hringir á sex dögum og komast 70 efstu að loknum fjórða keppnisdeginum inn á lokahringina.

Staðan á Spáni: 

 

birgir_leifur.jpg
Saga Birgis á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina er áhugaverð. Hann er að leika í 17. sinn frá árinu 1997 á úrtökumótinu. Þetta er í 12. sinn sem hann tekur þátt á lokaúrtökumótið (3. stigið) og alls 14. sinnum hefur hann leikið á 2. stiginu og aðeins þrívegis hefur honum mistekist að komast ekki í gegnum 2. stig úrtökumótsins.

Keppt er á tveimur völlum á þessu golfsvæði, Stadium og Tour völlunum, sem eru hannaðir af Neil Coles og Angel Gallardo. Lokamótið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina hefur farið fram á þessum völlum frá árinu 2008 og samningur í gildi fram til ársins 2017 um að mótið fari fram á þessum stað.

Það er að miklu að keppa fyrir kylfingana á lokaúrtökumótinu. Margir þekktir kylfingar hafa farið í gegnum þetta erfiða mót. Þar má nefna Íslandsvininn Anirban Lahiri frá Indlandi sem endaði í 17. sæti á lokaúrtökumótinu í fyrra. Hann náði að sigra á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Englendingurinn ungi Matt Fitzpatrick er einnig með svipaða sögu en hann er í dag á meðal 40 efstu á stigalistanum á Evrópumótaröðinni og hefur fagnað einum sigri.

Á lokaúrtökumótinu eru margir þekktir kylfingar sem hafa m.a. sigrað á mótum á Evrópumótaröðinni. Þeir þurfa nú að sanna tilverurétt sinn á meðal þeirra bestu í Evrópu á ný og má þar nefna Edoardo Molinari frá Ítalíu sem endaði í 40. sæti á peningalistanum í fyrra á Evrópumótaröðinni.Nick Dougherty frá Englandi er með á þessu móti.

Paul Dunne frá Írlandi, sem vakti athygli á Opna breska meistaramótinu í sumar, er á meðal keppenda en hann deildi efsta sætinu á St. Andrews fyrir lokahringinn. Dunne er fyrsti áhugamaðurinn frá árinu 1927 sem nær því að vera í efsta sæti á þessu stórmóti fyrir lokahringinn en hann endaði í 30. sæti

[quote_right]Evrópmótaröðin er næst sterkasta atvinnumannamótaröð heims á eftir PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Birgir Leifur, sem er 39 ára gamall, er eini íslenski karl kylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.[/quote_right]

Það gerði hann árið 2006 og lék m.a. á 18 mótum á Evrópumótaröðinni tímabilið 2006–2007. Hann tryggði sér keppnisrétt á ný á Evrópumótaröðinni 2007 með því að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Spáni. Alls hefur hann leikið á 58 mótum á Evrópumótaröðinni á ferlinum.

Aðeins tveir kylfingar af alls 924 sem hófu leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í fyrra komust í gegnum lokaúrtökumótið og tryggðu sér keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Það voru þeir Tom Murray and Daniel Woltman. Alls komust 27 kylfingar af lokaúrtökumótinu inn á Evrópumótaröðina sem er rétt um 3% af þeim sem reyndu fyrir sér í þessari erfiðu keppni.

Fjölmargir kylfingar sem hafa farið í gegnum úrtökumót Evrópumótaraðarinnar hafa náð að sigra á risamótum á ferli sínum. Þar má nefna Sandy Lyle, Ian Woosnam, Jose Maria Olazabal, Vijay Singh, Paul Lawrie, Vijay Singh, Retief Goosen, Michael Campbell, Geoff Ogilvy, Angel Cabrera, Padraig Harrington, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel,  Darren Clarke og Justin Rose.

12240301_10206711028887928_4477668914766172549_o.jpg

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ