Íslandsmót yngri kylfinga hófst á föstudaginn á Leirdalsvelli hjá GKG. Þar er keppt í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Skor keppenda er uppfært á reglulega á meðan keppendur eru að leika og er það frábært framtak hjá GKG sem er framkvæmdaaðili mótsins. Fjöldi sjálfboðaliða starfar við að slá inn skor keppenda ásamt forvörslu á nokkrum brautum.
Á lokahringnum verður bein útsending á Sport TV frá 17. braut þar sem fylgst verður með gangi mála hjá öllum ráshópum dagsins. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á Sport TV og auk þess verður hægt að fylgjast með í íþróttamiðstöð GKG.
Skor keppenda er hægt að sjá hér:
Sameiginlegt lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar verður í íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar kl. 20.00 á sunnudag undir stjórn Auðuns Blöndal og mun söngvarinn
Friðrik Dór koma og skemmta.
Veitingar í boði og dregið um aukaverðlaun úr skorkortum.
Merkjum endilega myndirnar sem teknar eru í mótum sumarsins
með #isbgolf
Staðan fyrir lokahringinn er þessi: