#image_title
Auglýsing

Berglind Björnsdóttir, GR, sló draumahöggið á Hvaleyrarbikarnum sem fram fór um liðna helgi á Hvaleyrarvelli.

Berglind sló boltann ofaní holuna í upphafshögginu á 12. holu þar sem hún sló með 6-járni af um 140 metra færi. Þetta er fyrsta sinn sem GR-ingurinn fer holu í höggi í golfmóti en hún hafði áður farið holu í höggi á 2. holu í Grafarholti en þar voru engin vitni af því afreki.

„Flaggið var heldur aftarlega á efri pallinum á flötinni, rétt vinstra meginn við miðju. Pinninn mælist í 137 metra fjarlægð og ég tek aðeins meiri kylfu til að lenda á efri pallinum og það er aðeins mótvindur þannig að ég tek um 3/4 sex járn. Boltinn lendir rétt vinstra megin með holuna og rúllar áfram og sveigist upp og til hægri vegginn sem er aftast á flötinni og kemur svo til baka í átt að holunni. Í rólegheitunum heldur hann áfram að rúlla og dettur svo í. Geggjuð tilfinning!,“ segir Berglind þegar hún lýsti högginu.

Berglind var ánægð þegar hún náði í boltann í holuna eftir upphafshöggið á 12
Berglind á 12 teig daginn eftir að hún sló draumahöggið á Hvaleyrarvelli Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ