Auglýsing

„Við erum að upplifa besta vorveður hér á Íslandi í 30-40 ár. Það er án efa gleðiefni fyrir kylfinga landsins. Kylfingar fylgjast mikið með veðri og við ætlum að reyna að þjónusta þann hóp á veðurvefnum, blika.is“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Nýverið setti Einar nýjan veðurvef í loftið sem heitir blika.is en að verkefninu kemur sonur Einars, Sveinn Gauti.

Vefurinn er opin fyrir alla og þar er hægt að slá inn nöfn á golfvöllum landsins til þess að fá nákvæma veðurspá fyrir golfhringinn.

„Við erum með mjög þétt net á mælingunum eða á 3. km. millibili. En til samanburðar þá er Yr.no sem margir kannast við með mælingar sem byggja á upplýsingum á 12 km. millibili,“ segir Einar í samtal við golf.is.

Eins og áður segir er vefurinn blik.is opin fyrir alla. Einfalt er að slá inn nafn á viðkomandi golfvelli í leitargluggann á blika.is til þess að fá upplýsingar um veðrið á golfvellinum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ