Golfsamband Íslands

Besti árangur Þórðar á tímabilinu – endaði í 8.-11. sæti í Casablanca

Þórður Rafn Gissurarson

Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði sínum besta árangri á tímabilinu á þýsku Pro Golf atvinnumótaröðinni. Þórður endaði í 8.-11. sæti en hann lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari vallar (69-72-70).

Leikið var á Casa Green vellinum sem er staðsettur í Casablanca í Afríkuríkinu Marokkó.

Þetta er áttunda mótið hjá Þórði á Pro Golf mótaröðinni – sem er í flokki þriðju sterkustu atvinnumannadeildar Evrópu.

Nicolas Meitinger frá Þýskalandi stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. Hann lék á -9 samtals en þar á eftir komu fjórir kylfingar sem voru jafnir í 2.-5. sæti á -8.

Lokastaðan:

Næsta mót hefst mánudaginn 20. apríl og það fer einnig fram í Marokkó. Þar verður leikið á Mohammedia Royal golfvellinum.

Screenshot (1)

Exit mobile version