Site icon Golfsamband Íslands

Besti hringur Valdísar á ferlinum ı „Ákvað að sveifla mjög hægt á þessu móti“

Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir setti persónulegt met á fyrsta hring á WNS Womens Open meistaramótinu eins og fram hefur komið á golf.is. Valdís, sem er úr Golfklúbbnum Leyni, lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða -8 og er það lægsta skor hennar á ferlinum.

Valdís lék stórkostlegt golf og er í efsta sæti á Women’s NSW Open

Valdís Þóra er efst eftir fyrsta hringinn en hún hefur glímt við meiðsli á undanförnum vikum á keppnistörninni í Ástralíu.

„Á undanförnum fimm viku hef ég fundið fyrir verk í bakinu. Ég ákvað því að sveifla mjög hægt á þessu móti. Ég hélt boltanum í leik, sló mörg góð járnahögg inn á flatirnar og þar setti ég mörg góð pútt ofaní. Þar sem að bakið hefur verið að angra mig mikið að undanförnu þá ætla ég að halda áfram að sveifla mjög hægt, og fara út á völl með opnum huga,“ sagði Valdís Þóra í viðtali á heimasíðu LET Evrópumótaraðarinnar.

Valdís Þóra hefur dregið sig úr keppni á móti sem fram fer í Jórdaníu í næsta mánuði. Þess í stað ætlar hún að koma til Íslands og fá úr því skorið hvað sé að hrjá hana í bakinu.

 

 

 

Exit mobile version