Golfsamband Íslands

Biðin á enda hjá Ólafíu Þórunni – hefur leik í dag á LET í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Atvinnukylfingurinn úr GR keppir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Lalla Meryam mótið fer fram í Marokkó og er leikið á Royal Dar Es Salam vellinum.

Staðan í mótinu:

Þetta er fimmta mótið á keppnistímabilinu 2016 á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía hefur leik kl. 12.25 að íslenskum tíma. Hún verður með tveimur spænskum keppendum í ráshóp fyrstu tvo dagana. Eftir 36 holur, eða tvo keppnisdaga,  verður niðurskurður í keppendahópnum fyrir lokakeppnisdagana en alls eru leiknar 72 holur á fjórum dögum á LET Evrópumótaröðinni.

Ólafía hefur leikið á tveimur mótum á þessu tímabili á LET Access atvinnumótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Hún er í 13. sæti á stigalistanum á LET Access eftir að hafa endaði í 24.-30. sæti á pari vallar á öðru mótinu sem fram fór í Sviss  (72-69-75). Á fyrsta mótinu í Frakklandi endaði hún í 16. sæti á -1 samtals (74-72-72).

Aðeins þrír íslenskir kylfingar hafa komist inn á sterkustu atvinnumótaraðirnar í Evrópu eftir góðan árangur í úrtökumótum. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili keppti fyrst allra árið 2005 eftir að hafa tryggt sér keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð inn á Evrópumótaröðina með keppnisrétt. Ólafía Þórunn er því þriðji kylfingurinn frá Íslandi sem nær alla leið inn á mótaröð þeirra bestu. 

 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á öðrum keppnisdegi í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á öðrum keppnisdegi í Frakklandi Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Frakklandi á öðrum keppnisdegi Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér af teig í Frakklandi Myndsethgolfis
Ólafía slær hér úr glompu á Terre Blanche vellinu í dag í Frakklandi Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér á 18 braut á Terre Blanche vellinum í Frakklandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á 18 teig í gær á æfingahring fyrir mótið í Frakklandi Myndsethgolfis
Exit mobile version