"Íslandsmótið í höggleik. Golf, sumar 2014, GKG, Leirdalsvöllur. Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmót"
Auglýsing

Allir bestu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Jaðarsvelli á Akureyri. 137 keppendur eru skráðir til leiks þar af 31 í kvennaflokki og er það 26% yfir meðaltali í kvennaflokki frá árinu 2001.

Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Signý Arnórsdóttir úr Keili hafa titla að verja á mótinu en þau fögnuðu bæði sínum fyrstu Íslandsmeistaratitlum í fyrra á Garðavelli á Akranesi.

Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Axel Bóasson úr GK eru á meðal keppenda líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL.

Á fréttamannafundi í dag var greint frá spá sérfræðinga um lokastöðuna á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli 2016. Alls var hægt að fá 120 stig í þessari spá og var niðurstaðan þessi.

Karlaflokkur:
1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (98)
2. Gísli Sveinbergsson, GK (69)
3. Axel Bóasson, GK (50)
4. Andri Þór Björnsson, GR (41)
5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (35)

Kvennaflokkur:
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (107)
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (87)
3. Valdís Þóra Jensdóttir, GL (67)
4. Signý Arnórsdóttir, GK, (47)
5. Sunna Víðisdóttir, GR (18)

Vallarmet af hvítum og bláum teigum:
Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA, 70 högg -1
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 72 högg +1

Ragnhildur Sigurðardótti er yngsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki en hún var 15 ára þegar hún fagnaði sigri árið 1985 á Akureyri.

Úlfar Jónsson Íslandsmeistari 17 ára gamall árið 1986. Yngsti sigurvegarinn eftir því sem best er vitað.

Meðalforgjöf karla er 2,1
Meðalforgjöf kvenna er 2,6.
Aðeins þeir sem eru með 5,5 eða lægri forgjöf geta tekið þátt í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Í kvennaflokki eru takmörkin við 8,5 í forgjöf.

Meðaaldur karla í mótinu er 25,3 ár
Elsti keppandinn er 63 ára og sá yngsti er 14 ára.
Meðalaldur kvenna í mótinu er 21,9 ár.
Elsti keppandinn er 51 ár og sá yngsti er 14 ára.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, á mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi en hann lék á -12 á Garðavelli á Akranesi þegar hann fagnaði sínum fyrsta titli árið 2015. Fjórir kylfingar sem léku undir pari í fyrra á Íslandsmótinu.
Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnaði Íslandsmeistaratitliunum á -10 samtals. Á Korpunni 2013 og í Leirdalnum 2014. Magnús Guðmundsson úr GA lék á -10 árið 1958 á Akureyri á vellinum við Þórunnarstræti.

Signý Arnórsdóttir GK setti að því er best er vitað mótsmet í kvennaflokki á Garðavelli á Akranesi 2015 þegar hún fagnaði sínum fyrsta sigri á +1 samtals.

Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék á +5 á Hellu árið 2002 þegar hún fagnaði sigri og er það er því best er vitað næst besta skor í kvennaflokki á Íslandsmótinu. Herborg Arnarsdóttir úr GR varð önnur á +7.
Fjöldi keppenda eftir klúbbum í kvennaflokki:
GK 9
GR 7
GKG 6
GM 3
GS 2
GA 2
GL 1
GHD 1

Fjöldi keppenda eftir klúbbum í karlaflokki:

GR 25
GKG 20
GK 13
GM 11
GA 10
GSE 5
GFB 3
GB 3
GL 2
GÍ 2
GHD 2
NK 1
GVS 1
GSS 1
GOS 1
GÖ 1
GO 1
GMS 1
GJÓ 1
GHR 1
GHG 1

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ