Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 19. sæti á Áskorendamótaröðinni á móti sem fram fór á Hainan eyjaklasanum í Kína. Birgir Leifur lék samtals á 9 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á pari vallar (71-65-71-72) 279 högg.

Birgir Leifur heldur áfram að keppa í Kína því næsta mót hefst á fimmtudaginn í Foshan City í Kína en þar fer fram eitt stærsta mót keppnistímabilsins. Það er þriðja síðasta mót tímabilsins. Næst síðasta mótið er Ras Al Khaimah Golf Challenge sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 24.-28. okt., og lokamótið fer fram í Oman í byrjun nóvember.

Skorið er uppfært hér: 

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26. sæti á peningalistanum fyrir lokasprettinn á keppnistímabilinu á Áskorendamótaröðinni. Staða hans breyttist ekkert eftir mótið í Hainan.

GKG-ingurinn þarf að vera í hópi 15 efstu í lok keppnistímabilsins til þess að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur er með öruggt sæti á öll mótin á Áskorendamótaröðinni næstu tvö tímabil þar sem hann sigraði á móti í Frakklandi sem lauk í byrjun september.

Eins og áður segir er Birgir Leifur í 26. sæti með 52,585 Evrur í verðlaunafé en sá sem er í 15. sæti á peningalistanum er með 63,326 Evrur í verðlaunafé.

Peningalistinn á Áskorendamótaröðinni:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ