Site icon Golfsamband Íslands

Birgir hefur leik á fimmtudag í Suður-Afríku á Evrópumótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG hefur leik á fimmtudaginn á Joburg mótinu í Suður-Afríku.

Nánari upplýsingar um mótið hér: 

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð heims, og eru margir þekktir kylfingar á meðal keppenda. Alls eru 200 keppendur á þessu móti sem er einnig hluti af atvinnumótaröð Suður-Afríku og Asíumótaröðinni.

Keppnisvellirnir eru því tveir en leikið er á Randpark golfsvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram á þessum velli.

Heimamaðurinn Louis Oosthuizen er án efa þekktasta nafnið á þessu móti en hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2010.  Oosthuizen hefur einnig verið í baráttunni um sigurinn á hinum þremur risamótunum og endað í öðru sæti á þeim mótum. Hann hefur alls sigrað á 13 atvinnumótum á ferlinum – þar af átta sinnu á Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur hefur leik kl. 6:55 að íslenskum tíma fimmtudaginn 7. desember.

Exit mobile version