Site icon Golfsamband Íslands

Birgir Leifur endaði í 29.-37. sæti í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 29.-37. sæti á Áskorendamóti sem fram fór í Frakklandi. Birgir, sem er úr GKG, lék hringina fjóra á pari vallar samtals eða 284 höggum (72-71-67-74). Birgir var í fínni stöðu fyrir lokahringinn á -2 samtals og jafn í 15. sæti. Hann lék á 74 höggum eða +2 í dag og fór því niður í 29. Sæti.

Najeti Open mótið fór fram á Aa-Saint Omer vellinum í rétt við bæinn Lumbres. Þetta er fyrsta mótið á Challenge Tour mótaröðinni hjá Birgi á þessum tímabili en hann hefur glímt við meiðsli í baki í vor.

Lokastaðan
:  

Challenge Tour eða Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.   

 

Exit mobile version