/

Deildu:

Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG endaði í 41.-45. sæti á móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fór í Kazakhstan. Birgir Leifur lék samtals á -4 (72-69-71-72) en hann lék lokahringinn á pari vallar í dag.


Þetta er í 13. sinn sem keppt er í Kazakhstan á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

 

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: 

Verðlaunaféð er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni og nánast allir sterkustu leikmenn mótaraðarinnar keppa á þessu móti sem fram fer á Almaty’s Nurtau vellinum.

Birgir Leifur sigraði sem kunnugt er á móti sem fram fór Frakklandi fyrir skemmstu og var það fyrsti sigur hans á Áskorendamótaröðinni. Með sigrinum tryggði Birgir Leifur sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni næstu tvö tímabil.

Hann er í harðri baráttu að komast í hóp 15 efstu á peningalista Áskorendamótaraðarinnar – sem tryggja keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Birgir er sem stendur í 19. sæti en hann var í 16. sæti fyrir mótið sem fram fór í síðustu viku á Írlandi – þar sem Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ