Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi 2014, endaði í 42. – 47. sæti á Áskorendamóti sem fram fór í Sviss um helgina. Birgir, sem er úr GKG, lék á -1 samtals á fjórum keppnihringjum (72-69-70-72) en par vallar er 71.
Þetta var fyrsta mótið á þessu tímabili hjá Birgi á þesari mótaröð. Sigurvegarinn Daniel Im frá Bandaríkjunum lék á 11 höggum undir pari en úrslitin réðust í bráðabana. Im fékk um 4 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé.
Áskorendamótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur leikur á móti í Belgíu á Áskorendamótaröðinni sem hefst í þessari viku. Að því loknu leikur hann á móti í Noregi á Nordea/Ecco mótaröðinni.