Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, keppti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á meðan Íslandsmótið í golfi fór fram í Vestmanneyjum. Birgir, sem er í GKG, keppti í Hamborg í Þýskalandi á Porsche-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni.
Birgir endaði í 48. sæti á pari vallar samtals, (72-70-75-71). Fyrir árangurinn fékk hann 9.200 Evrur í verðlaunafé eða rétt rúmlega 1,1 milljón ísl. kr.
Richart McEvoy frá Englandi sigraði á -11 samtals.
Mótið á sér 40 ára sögu á mótaröð þeirra bestu í Evrópu en keppt er á Green Eagle vellinum.
Margir af bestu kylfingum heims voru á meðal keppenda. Má þar nefna Patrick Reed frá Bandaríkjunum sem sigraði á Mastersmótinu í apríl.
Jordan Smith hefur titil að verja á þessu móti en hann hafði betur í bráðabana gegn Alex Levy í fyrra. Levy sigraði á þessu mótið árið 2016. Englendingurinn Paul Casey var á meðal keppenda ásamt Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel sem sigraði á Mastersmótinu árið 2011.