Site icon Golfsamband Íslands

Birgir Leifur endaði í 68. sæti í Svíþjóð – keppir næst í Tékklandi

Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd / Tristan Jones

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 68. sæti á Nordea meistaramótið fer fram á Hills vellinum við Gautaborg. Mótið var hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Birgir lék hringina fjóra á +3 samtals (67-70-75-71). Hann fékk tæplega 3.000 Evrur í verðlaunafé eða sem nemur 380.000 kr.

Birgir verður á meðal keppenda á næsta móti á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Tékklandi og hefst á fimmtudaginn.

Paul Waring frá Englandi sigraði á -15 samtals eftir bráðabana gegn Thomas Aiken frá Suður-Afríku.

Birgir Leifur lék vel á meistaramóti Evrópu í liðakeppni í Glasgow. Þar var hann í gullverðlaunaliði Íslands í blandaðri liðakeppni og hann fékk silfurverðlaun í liðakeppni – þar sem hann lék með Axel Bóassyni.

Á meðal keppenda á Nordea mótinu voru þekktir kylfingar á borð við Thorbjørn Olesen, Søren Kjeldsen, en þeir eru báðir Danir. Renato Paratore frá Ítalíu hefur titil að verja og Martin Kaymer frá Þýskalandi mætir til leiks en hann hefur sigrað á risamóti á ferlinum. Heimamennirnir Robert Karlsson. Alexander Björk og Joakim Lagergren eru líklegir til afreka.

 

Exit mobile version