/

Deildu:

Birgir Leifur Hafþórsson.
Auglýsing

Fimm íslenskir atvinnukylfingar hafa á undanförnum dögum leikið tvívegis á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

41.- 45. sæti: Haraldur Franklín Magnús úr GR 218 högg +4 (71-71-76)
46.- 47. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 219 högg +5 (70-73-76)
48.- 49. sæti: Andri Þór Björnsson, GR 221 högg +7 (72-71-78)

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrstu tvo hringina á 72-75 +5 og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Axel Bóasson úr GK komst ekki áfram en hann lék á 149 höggum +7 (73-76)

Að loknum tveimur mótum er Birgir Leifur í 17. sæti stigalistans á mótaröðinni. Hann endaði í sjöunda sæti á Mediter Real Estate Masters – PGA Catalunya sem var fyrsta mótið á árinu á mótaröðinni.

Haraldur Franklín Magnús er í 44. sæti , Andri Þór í 65. sæti og Guðmundur Ágúst í því 67.

Næsta mót hefst laugardaginn, 25. febrúar,  SGT Winter Series Lumine Lakes Open sem fram fer á Lumine vellinum á Spáni.  Þar keppa fjórir íslenskir kylfingar, Haraldur Franklín, Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Axel. Birgir Leifur Hafþórsson verður ekki með á því móti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ