[dropcap type=”1″]B[/dropcap]irgir Leifur Hafþórsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Golfsambands Íslands, hefur á undanförnum misserum heimsótt golfklúbba víðsvegar um landið. Þar hefur hinn þaulreyndi atvinnukylfingur og PGA kennari miðlað af reynslu sinni til yngri kylfinga landsins. Birgir fór í síðustu viku í heimsókn á Selfoss og á Akranes þar sem hann hitti fjölmarga kylfinga.
„Þessar ferðir eru mjög skemmtilegar og það er gaman að sjá hve metnarfullt starfið er hjá golfklúbbum landsins í barna – og unglingastarfi. Markmiðið með þessum heimsóknum er að aðstoða þjálfara og hvetja kylfingana til góðra verka. Það er mikilvægur þáttur í starfi golfsambandsins. Að við séum sýnileg og við séum að styðji við starfið hjá golfklúbbum landsins í uppbyggingu á golfíþróttinni,“ sagði Birgir Leifur í samtali við golf.is en hann er ekki í vafa um að góður efniviður yngri kylfinga sé til staðar á landinu.
[pull_quote_center]„Framtíðin mjög björt og það er á dagskrá að heimsækja fleiri golfklúbba á þessu ári. Það er sérstaklega gaman að fá að kynnast öllum þessum krökkum sem eru að æfa þessa frábæru íþrótt.“[/pull_quote_center]