Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum á Opna spænska meistaramótinu í Madríd. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni sem er sterkasta mótaröð atvinnukylfinga í Evrópu.
Birgir fékk alls fimm fugla og tapaði ekki höggi á hringnum í dag. Hann fór upp um 41 sæti en það er óvíst að það dugi til. Birgir er á parinu samtals en niðurskurðurinn miðast við -2 þegar þetta er skrifað
Birgir Leifur var fyrsti maður á biðlista fyrir mótið. Hann fór því til Madríd án þess að vera með tryggt sæti í mótinu. Birgir var mættur áður en fyrstu keppendur dagsins fóru af stað – og beið hann eftir því að einhver myndi forfallast. Sú varð raunin og fór Birgir Leifur af stað kl. 12:25 að íslenskum tíma.
Hér er hægt að fylgjast með gangi mála.
Á þessu tímabili hefur Birgir Leifur leikið á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni. Á ferlinum hefur Birgir Leifur leikið á 62 mótum á Evrópumótaröðinni, fleiri en nokkur annar íslenskur kylfingur.
Á árunum 2007-2009 var Birgir Leifur með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Á þeim árum lék hann 18 mótum árið 2007, 8 mótum árið 2008 og 17 mótum árið 2009.