Site icon Golfsamband Íslands

Birgir Leifur lék fyrsta hring á 74 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hóf í dag keppni í lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á PGA Catalunya golfsvæðinu á Spáni. Íslandsmeistarinn sexfaldi í höggleik lék hringinn í dag á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Birgir Leifur lék á Stadium vellinum í dag og var skorið á þeim velli öllu hærra en Tour vellinum sem einnig er leikið á í mótinu. Birgir fékk þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba á hringnum. Hann er í neðri hluta töflunnar eftir fyrsta keppnisdag.

Daninn Christian Gloet lék best í dag eða 64 höggum sem er sex höggum undir pari Tour vallarins. Anirban Lahiri, sem heimsótti Ísland í sumar, er í öðru sæti höggi þar á eftir.

70 efstu kylfingarnir í mótinu komast í gegnum niðurskurðinn að loknum fjórum keppnisdögum. Eftir sex hringi eru það 25 efstu sem tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðina á næstu leiktíð.

Mótið er gríðarlega sterkt en 29 kylfingar sem hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Evrópumótaröðinni taka þátt í mótinu.

Staðan í mótinu

 

Exit mobile version