Golfsamband Íslands

Birgir Leifur náði sínum besta árangri á tímabilinu í Tékklandi

Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Axel Bóasson úr Keili voru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Mótaröðin er sú næst sterkast í Evrópu. Mótið sem þeir kepptu á að þessu sinni fór fram í Tékklandi og heitir D+D Real.

Birgir Leifur náði sínum besta árangri á tímabilinu og lék á -13 samtals. Hann endaði í 7. sæti og lék hringina fjóra á (69-70-70-66). Sigurvegarinn lék á -20 samtals. Fyrir árangurinn fékk Birgir Leifur tæplega 660.000 kr. í verðlaunafé.

Mótið í Tékklandi var 10 mótið hjá Birgi á þessu tímabil. Hann hefur leikið á fimm mótum á Evrópumótaröðinnis sem er sterkasta mótaröð Evrópu.  Hann hefur tekið þátt á fimm mótum á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur var fyrir mótið í 293. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Hann hafði ekk  náð að komast í gegnum niðurskurðinn á mótunum fimm þar til á þessu móti í Tékklandi.


Axel Bóasson náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á 75 og 76 höggum og +7 samtals.

Þetta var fimmta mótið á tímabilinu hjá Axel á Áskorendamótaröðinni. Hann á enn eftir að komast í gegnum niðurskurð á móti á keppnistímabilinu.

Nánar um mótið hér.

 

 

Exit mobile version